From 1 - 10 / 23
  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.

  • Árið 2000 réðst Hafrannsóknarstofnunin í viðamikla kortlagningu hafsbotnsins með tilkomu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar RE 200. Skipið er búið fjölgeisladýptarmæli (e. multibeam echo sounder) sem sérstaklega er ætlað til þess verkefnis. Markmið verkefnisins er að afla þekkingar um hafsbotninn innan efnahagslögsögu Íslands sem mun nýtast í margháttuðum tilgangi og er forsenda fyrir vísindalegri nálgun við sjálfbærri nýtingu, vernd og rannsóknir auðlinda í hafinu, á, í og undir hafsbotni. Hingað til hefur þekkingin nýst við rannsóknir á lífríki hafsins, eðliseiginleikum sjávar og jarðfræði hafsbotns. Hafrannsóknastofnun veitir almennan aðgang að fjölgeislamæligögnum um kortlagningu hafsbotnsins á eftirtöldum svæðum: Arnarfjörður Drekasvæði Hali Dohrnbanki Ísafjarðardjúp Jökulbanki Kolbeinseyjarhryggur og nágrenni Kolluáll Kötluhryggir Langanesgrunn Látragrunn Nesdjúp Reykjaneshryggur og nágrenni Suðaustan Lónsdjúps Suðvestan Jökuldjúps Sunnan Selvogsbanka Sunnan Skeiðarárdjúps Sunnan Skerjadjúps Vesturdjúp Víkuráll

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánari upplýsinga.

  • Categories  

    Fjölmargir eðlis- og efnafræðilegir þættir hafa áhrif á útbreiðslu dýrategunda. Til þess að geta spáð fyrir um hvernig lífverur munu bregðast við breyttum aðstæðum í framtíðinni, t.d. hlýnandi umhverfi, þarf að gera sér grein fyrir tengslum dýrasvifsins við umhverfisþætti og uppsjávarfiskistofna. Á hafsvæðinu austan við Ísland, gætir mikilla öfga í umhverfisaðstæðum. Áraskipti eru á magni pólsjávar úr norðri, sem er kaldur og seltulítill, og selturíks og hlýs Atlantssjávar úr suðri. Útbreiðsla þessara ólíku sjógerða getur haft áhrif á útbreiðslu, samfélagsgerð og samspili dýrasvifs og fiska. Frá árinu 1970 hefur Hafrannsóknastofnun farið í umfangsmikla leiðangra austur fyrir Ísland að vori og safnað gögnum um frumframleiðni, dýrasvif og síld og mælt umhverfisbreytur, þ.á.m. seltu, hita og næringarefni. Í þessari rannsókn munum við einblína á tvö ólík svæði, kalda sjóinn austur og norðaustur af Íslandi (66-67.5°N, 9-12°W) og hlýja sjóinn í suðaustri (63.5-65°N, 9-12°W) og leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Hefur tegundasamsetning, þroski og magn dýrasvifs breyst undanfarin 22 ár (1995-2017)? Er samband á milli umhverfisbreyta, þroska og magns dýrasvifs og magns og göngumynsturs síldar? Endurspeglar hlutfall og magn dýrasvifs í sjónum fæðu síldarinnar, þ.e. er síldin að velja sér fæðu? Markmið verkefnisins er að fá heildrænan skilning á samspili umhverfisþátta, dýrasvifs og síldar í uppsjávarvistkerfinu austan við Ísland. Niðurstöður rannsóknarinnar verða nýttar til þess að skilja betur göngumynstur og fæðuvistfræði síldarinnar og til að kortleggja samfélagsgerð dýrasvifsins. Aukinn skilningur á dýrasvifinu, sem er einn mikilvægasti fæðuhlekkur hafsins, og samspili þess við fiskistofna sem lifa í uppsjónum, er nauðsynlegur til þess að hægt sé að spá fyrir um breytingar á komandi árum.

  • Categories  

    Í grunninum eru upplýsingar um botnþörunga sem safnað hefur verið í fjörum og á grunnsævi við Ísland. Upplýsingar eru um tegund, fundarstað, söfnunartíma, nafn safnara og nafn þess sem greindi tegundina. Í sumum tilfellum er einnig skráðar upplýsingar um æxlunareinkenni eintaksins og aðrar upplýsingar um eintakið sem þykja áhugaverðar. Botnþörungar eru þörungar sem vaxa í fjörum og landgrunni, þeir festa sig við botn, steinar eða aðrir þörunga og finnast yfirleitt á 20m til 40m dýpi en neðar en það er ekki nægt sólarljós til að þörungar geta vaxið. Botnþörugnar skiptist í þrjá meginhópa, grænþörungar, brúnþörungar og rauðþörugnar og ræðst nafnið á ráðandi lit í hverjum hóp fyrir sig. Grænþörungar hafa dreift meira í ferskvatni og á landi en brún- og rauðþörungar lifa eingöngu í sjó. Fyrir utan kalkþörungar eru þörungar yfirleitt mjúkir og sveigjanlegir, sumir þörungar hafa þykkar blöðrur en aðrir eru aðeins örþunn himna, örfínir þræðir eða skorpur á steinum og dýrum.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánari upplýsinga.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.

  • Categories  

    Fiskmerkingar hafa verið stundaðar í sjó, ám og vötnum um árabil. Upplýsingar sem fást með merktum fiski nýtast meðal annars við rannsóknir á útbreiðslu, fari og dánartíðni. Einnig eru fiskmerkingar notaðar við vöktun og til að fylgjast með með hópum eða stofnum fiska um lengri eða skemmri tíma.

  • Categories  

    Vinsamlega hafið samband við Hafrannsóknastofnun vegna nánanri upplýsinga.